Leiksýning
28.04.2011
Unglingadeild skólans verður með aukasýningu á Slappaðu af! sem þau sýndu við góðar undirtektir áhorfenda á árshátíð skólans fyrir páska. Þetta er vönduð sýning sem mikil vinna hefur verið lögð í með söng og dansatriðum. Lifandi tónlistarflutningur er með sönglögum og er hann í höndum hljómsveitarinnar Legó.
Þetta er bráðskemmtileg sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Sýningin verður föstudaginn 29. apríl kl 20:00 í íþróttahúsinu í Lundi.
Miðaverð er:
1.500 fyrir 16 ára og eldri
1.000 fyrir börn á grunnskólaaldri
Frítt inn fyrir yngri börn
Í hléi verður opin sjoppa.
Athugið að ekki er hægt að greiða með kortum.