Fréttir

Myndir frá skólaslitum

Öxarfjarðarskóla var slitið í­ kvöld. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Það voru þau Anna Karen Sigurðardóttir, Ásdí­s Hulda Guðmundsdóttir, Bergvin Máni Mariansson, Bryndí­s Edda Benediktsdóttir, Daní­el Atli Stefánsson og Rakel Sif Vignisdóttir.

Skólaslit

Öxarfjarðarskóla verður slitið í kvöld kl. 18. Að þessu sinni munu sex nemendur útskrifast úr 10. bekk. Að lokinni útskrift 10. bekkinga og formlegum skólaslitum munu nemendur hitta sína umsjónarkennara og fá afhent einkunnablöð sín. Kaffiveitingar verða að því loknu.