Fréttir

Börnin á Vinakoti fengu heimsókn frá Björgunarsveitinni Núpum

Ómar Gunnarsson frá björgunarsveitinni Núpum heimsótti Vinakot í dag með fræðslu um starf björgunarsveitarinnar.

Tendrað á jólatrénu

Í gærmorgun var tendrað á jólatrénu við skólann eins og venja er í upphafi aðventu og safnast þá bæði leik-og grunnskólanemendur þar saman. Þó fimbulkuldi biti í kinnar, létum við ekki deigan síga og sungum og dönsuðum í kringum tréð.