Fréttir

Haustgleði

Við viljum minna á haustgleði nemenda sem halda á fimmtudaginn 28. október.

Glæsilegur matur og skemmtiatriði.

Pantanir í síma 4652244 til kl 12 föstudaginn 22. okt. eða á netfangið lundur@kopasker.is

17 ára og eldri 2500kr
Börn á grunnskólaaldri 1000 kr
Frítt fyrir börn yngri en 6 ára

Endurbætur á aðstöðu leikskóladeildar

Í sumar og haust hefur verið unnið að endurbbótum á aðstöðu leikskóladeildar í Lundi. Byggt var andyri við innganginn og handmenntastofa færð svo nú er leikskólinn í tveimur aðliggjandi stofum sem innangengt er á milli. Nýtt salerni var sett upp í eldri aðstöðu leikskólans og gluggi settur á milli stofa. Í andyri er nú aðstaða til að geyma vagna og þar er einnig þurrkskápur svo hægt sé að þurrka blaut föt.

Langþráð girðing er nú komin utan við leikskólann svo nú er sleppa yngstu börnum lausum án þess að eiga á hættu að týna þeim út í skóg. Innan þessarar girðingar er sandkassi og önnur leikaðstaða.

Myndir frá leikskóla

Norræna skólahlaupið

Þriðjudaginn 29.september tóku nemendur Öxarfjarðarskóla þátt í Norrænaskólahlaupinu. Í boði voru þrjár vegalengdir, 2,5km, 5km og 10km. Voru það 41 nemandi úr grunnskólanum og 2 úr leikskólanum sem tóku þátt. Krakkarnir fengu hið besta veður til að hlaupa í og stóðu sig með prýði. Krakkarnir hlupu í heildina 172,5 km eða rúmlega vegalengdin héðan úr Lundi og inn á Akureyri.

ÞH

Myndir frá skólahlaupinu

Bréfdúfa í­ heimsókn

Dúfan var afar virðulegUm miðjan september sl. heimsótti bréfdúfa okkur hingað í skólann. Hún hélt lengi til á svölunum utan vð kennarastofuna og var hin spakasta þótt spígsporað væri í kringum hana og teknar af henni myndir. Hún var afar virðuleg og snyrti sig milli þess sem hún hvíldist.

Myndirnar er hægt að skoða hér.