Fréttir

Foreldrar, kennarar og starfsfólk Öxarfjarðarskóla hlutu tilnefningu til Foreldrarverðlauna Heimilis og skóla 2015

Kæru foreldrar/forráðamenn, starfsfólk og nemendur. Hrund Ásgeirsdóttir, foreldrar, kennarar og starfsfólk Öxarfjarðarskóla hlutu tilnefningu til Foreldrarverðlauna Heimilis og skóla 2015 fyrir árshátí­ð Öxarfjarðarskóla og er viðurkenningarskjal komið í­ hús til okkar. Undirrituð er ákaflega stolt af þessu árlega verkefni okkar þ.e. Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla sem tókst með eindæmum vel þetta skólaár sem og áður. Þegar allir taka höndum saman, nemendur, starfsfólk, tónlistarkennarar, foreldrar og velunnarar, er hægt að vinna þrekvirki og sýningin Bugsie Malone var svo sannarlega stórglæsileg. Til hamingju með þessa viðurkenningu frá Heimili og skóla. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Skólaferðalag unglingadeildar Öxarfjarðarskóla

Unglingadeild Öxarfjarðarskóla kom heim, fimmtudaginn 4. júní­, úr vel heppnuðu skólaferðalagi og það voru þau Christoph, Silja og Rúnar sem höfðu umsjón með nemendahópnum. Skólaferðalagið í­ heild, gekk vel og nemendur ánægðir. Hápunkturinn var rafting. Nemendur fengu einnig kynningu á VMA og MA og hafa nú skýrari mynd á því­ hvað þessir skólar hafa upp á að bjóða.

Niðurstöður úr foreldrakönnun

Í mars sí­ðast liðnum var lögð könnun fyrir foreldra samhliða foreldraviðtölum.