Foreldrar, kennarar og starfsfólk Öxarfjarðarskóla hlutu tilnefningu til Foreldrarverðlauna Heimilis og skóla 2015

Kæru foreldrar/forráðamenn, starfsfólk og nemendur.

Hrund Ásgeirsdóttir, foreldrar, kennarar og starfsfólk Öxarfjarðarskóla hlutu tilnefningu til Foreldrarverðlauna Heimilis og skóla 2015 fyrir árshátí­ð Öxarfjarðarskóla og er viðurkenningarskjal komið í­ hús til okkar.

Undirrituð er ákaflega stolt af þessu árlega verkefni okkar þ.e. Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla sem tókst með eindæmum vel þetta skólaár sem og áður. Þegar allir taka höndum saman, nemendur, starfsfólk, tónlistarkennarar, foreldrar og velunnarar,  er hægt að vinna þrekvirki og sýningin  Bugsie Malone var svo sannarlega stórglæsileg.

Til hamingju með þessa viðurkenningu frá Heimili og skóla.

Kær kveðja,
Guðrún S. K.