Skólaferðalag unglingadeildar Öxarfjarðarskóla

Bogfimi
Bogfimi

Unglingadeild Öxarfjarðarskóla kom heim, fimmtudaginn 4. júní, úr vel heppnuðu skólaferðalagi og það voru þau Christoph, Silja og Rúnar sem höfðu umsjón með nemendahópnum. Skólaferðalagið í heild, gekk vel og nemendur  ánægðir. Hápunkturinn var rafting. Nemendur fengu einnig kynningu á VMA og MA og hafa nú skýrari mynd á því hvað þessir skólar hafa upp á að bjóða.