Í byrjun og lok skólaárs hefur það verið venja að báðar deildir skólans sameinast í Lundi og eru þá yngsta- og
miðdeild í sundkennslu. Að þessu sinni stóð sundlota yfir frá annari kennsluviku og fram yfir miðja þá þriðju.
Á meðan sundlotan stendur yfir er reynt að brjóta upp skólastarfið og gera eitthvað annað en liggja í bókunum. Unglingar hafa
hjálpað til við sundkennsluna og verið meistarar ofan í lauginni með yngri börnunum og hefur það fyrirkomulag tekist mkjög vel. Við höfum
reynt að leggja áherslu á útiveru þegar til þess viðrar og m.a. reynt að fara a.m.k. einu sinni í þjóðgarðsferð með
alla nemendur, til leiks og fræðslu í þjóðgarðinum. Síðustu árin höfum við verið með þróunarverkefni í
gangi sem lið í því að fræða nemendur um sína heimabyggð.
Með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan má skoða myndir frá hluta af þeirri vinnu sem fór fram á meðan
á sundlotu stóð.
Það má sjá myndir frá því þegar unglingadeildin fór í Ás og taldi og flokkaði einnota drykkjarumbúðir sem safnast
höfðu í þjóðgarðinum í sumar. Afraksturinn var tæpar 10.000 dósir og flöskur og rennur ágóðinn af því
í ferðasjóð nemenda. Ýmislegt annað en dósir voru í pokunum og margt af því miður geðslegt. Krakkarnir stóðu sig samt
eins og hetjur og létu ekki á sig fá þótt ýmislegt væri illa lyktandi og ógeðslegt.
Það eru einnig myndir frá því þegar unglingadeildin gekk um Vesturdal og Svínadal í hávaðaroki, sand- og moldfoki.
Síðan er hægt að skoða myndir úr ferðum yngri- og miðdeildar í skógræktina í Akurgerði.
Eins eru myndir frá pappírsendurvinnslu yngri- og miðdeildar og frá útileikjum yngstu deildar.
Skoða myndir