Á föstudaginn
var samskólamót skólanna hér í norðursýslunni haldið á Þórshöfn. Við fórum með nemendur úr 7. til 10.
bekk á mótið og voru krakkarnir okkar að venju til fyrirmyndar og sjálfum sér og skólanum til sóma. Það er ekki erfitt að ferðast
með þessum krökkum og gaman þegar það gengur svona vel.
Á Þórshöfn var keppt í fótbolta og Singstar. Við fórum með tvö stelpnalið og eitt strákalið. Eldri stelpurnar
stóðu sig vel og unnu flesta leiki og hlutu bikar að launum. Í sigurliðinu voru þær Perla, Silja, Gríma, Ke og Jóhanna. Við
áttum líka sigurvegarann í Singstar, en það var Margrét Sylvía og fékk hún nýjasta Singstar diskinn í verðlaun.