30.06.2025
Síðastliðinn fimmtudag, 26.júní, stóð foreldrafélag skólans fyrir sumarhátíð leikskólans eins og verið hefur undanfarin ár. Hoppukastali var fenginn á svæðið sem vakti mikla lukku, börnin fengu andlitsmálningu og svo kom Ómar Gunnarsson á björgunarsveitarbílnum og sexhjól og gaf þeim tækifæri sem vildu að fara með sér smá hring. Síðan var sett upp hjólabraut og að lokum grillaðar pylsur.
10.06.2025
Öxarfjarðarskóli sem er samrekinn leik- og grunnskóli auglýsir lausa stöðu matráðs fyrir næsta skólaár 2025-2026. Nemendur og starfsfólk eru alls um 80 manns. Um tímabundna ráðningu er að ræða til eins árs í 80% stöðu.
06.06.2025
Ferðalagið sem að þessu sinni var til Reykjavíkur gekk mjög vel. Nemendur voru til fyrirmyndar í Alþingi og sumir mjög áhugasamir eins og sést á myndunum. Ýmislegt menningarlegt hefði verið hægt að gera en nemendur læra líka mikið þegar þeir eru t.d. ekki vanir almenningssamgöngum eins og strætó og líka að þurfa að passa upp á eigur sínar en ekki síst það að mannflóran getur verið fjölbreyttari i bænum en sveitinni 😊