26.10.2018
Vegna ákveðinna aðstæðna verðum við að fresta foreldrafundi um viku eða til þriðjudagsins 13. nóvember kl 19:30. Nánari upplýsingar síðar.
26.10.2018
Undanfarnar vikur hefur yngsta stigið verið að kynna sér pláneturnar, geiminn og undur hans. Sett var upp ævintýraherbergi með stjörnum, plánetum o.fl. Nemendur settu sig í vísindagírinn fóru í hvíta búninga og skoðuðu gögn með varúð. Stórskemmtilegt verkefni. Stefna þær Vigdís og Jenny með leikrit úr Bláa hnettinum á árshátíð hjá yngsta stigi. Þannig að þemað heldur áfram.
26.10.2018
Undanfarnar vikur hefur yngsta stigið verið að kynna sér pláneturnar, geiminn og undur hans. Sett var upp ævintýraherbergi með stjörnum, plánetum o.fl. Nemendur settu sig í vísindagírinn fóru í hvíta búninga og skoðuðu gögn með varúð. Stórskemmtilegt verkefni. Stefna þær Vigdís og Jenny með leikrit úr Bláa hnettinum á árshátíð hjá yngsta stigi. Þannig að þemað heldur áfram.
26.10.2018
Á vegum Íþrótta- og tómstundasviðs er hafið félagsstarf fyrir 7.-9. bekk og 4.-5. bekk. Starfið verður á fimmtudögum frá kl 16:00 til ca 17:30, til skiptis fyrir hópana. Annan hvern fimmtudag fyrir unglingastig og annan hvern fimmtudag fyrir miðstig. Unglingastigið var með sinn dag í gær, fimmtudag, svo það er mistigið sem á næsta fimmtudag, 1. nóvember. Það er í“lafía Wium sem heldur utan um þetta starf.
26.10.2018
Skákmóti nemenda lauk í gær, fimmtudaginn 25. október. Allir nemendur tóku þátt og teflt var þvert á aldur, sem sýnir kjark nemenda að takast á við verkefnið og lítum við á það sem sigur nemendahópsins í heild. Að sjá þetta verkefni blómstra í frímínútum og aðrar lausar stundir, var stórkostlegt.
Þorsteinn Gísli Jónsson og Ásdís Einarsdóttir tókust á um 1. sætið. Eftir harða baráttu lauk skákinni með sigri Þorsteins Gísla og við óskum honum til hamingju með það.
Nú er hafið skákmót starfsmanna og við vonum að sem flestir taki þátt.
22.10.2018
Í dag vígðu nemendur unglingadeildar klifurvegginn sem settur var upp í íþróttahúsinu fyrir helgi.
19.10.2018
Kæru foreldrar/forráðamenn
Skákmót í Öxarfjarðarskóla þessa dagana:
Þessa dagana fer fram skákmót hér í Lundi, allar lausar stundir. Christoph setti þetta verkefni af stað og ferst það vel úr hendi. Það er unun að sjá nemendur á öllum aldri og einstaka starfsmann glíma við skák í frímínútum. Teflt verður til úrslita 😊
Langþráður klifurveggur kominn upp:
Þeir í“mar og Friðgeir eru búnir að setja upp klifurvegginn langaþráða í íþróttahúsinu og Conny og Kiddi alsæl með það. Íþrótta- og tómstundasviðið stendur að baki þessum búnaði. Hafa þarf í huga að gæta verður ýtrusu varúðar við notkun veggsins og ekki nema undir eftirliti fullorðinna.
Kynfræðingurinn Sigga Dögg:
Hjúkrunar- og kynfræðingurinn Sigga Dögg var með fræðslu fyrir unglingastigið á þriðjudaginn var, 16. október.
Unglingastigið á Þórshöfn í kvöld 19. október:
Það er alltaf eitthvað spennandi að gerast 😊 Unglingastigið er á leið á skemmtun á Þórshöfn í kvöld. Ágústa Ágústdóttir, Reistarnesi, heldur utan um hópinn og ekur honum á staðinn.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.