Skákmóti nemenda lauk í gær, fimmtudaginn 25. október. Allir nemendur tóku þátt og teflt var þvert á aldur, sem sýnir kjark nemenda að takast á við verkefnið og lítum við á það sem sigur nemendahópsins í heild. Að sjá þetta verkefni blómstra í frímínútum og aðrar lausar stundir, var stórkostlegt.
Þorsteinn Gísli Jónsson og Ásdís Einarsdóttir tókust á um 1. sætið. Eftir harða baráttu lauk skákinni með sigri Þorsteins Gísla og við óskum honum til hamingju með það.
Nú er hafið skákmót starfsmanna og við vonum að sem flestir taki þátt.
Â