Undanfarnar vikur hefur yngsta stigið verið að kynna sér pláneturnar, geiminn og undur hans. Sett var upp ævintýraherbergi með stjörnum, plánetum o.fl. Nemendur settu sig í vísindagírinn fóru í hvíta búninga og skoðuðu gögn með varúð. Stórskemmtilegt verkefni. Stefna þær Vigdís og Jenny með leikrit úr Bláa hnettinum á árshátíð hjá yngsta stigi. Þannig að þemað heldur áfram.