Fréttir

Samþættingarverkefnið, heimurinn. Nemendahópurinn vinnur þvert á aldur og þvert á námsgreinar

Nú á haustönn, janúar 2020, fór af stað samvinnuverkefnið, Heimurinn. Christoph reið á vaðið með þetta samþætta verkefni en allir nemendur og kennarar taka þátt. Nemendur vinna saman í­ litlum hópum, þvert á aldur og þvert á námsgreinar. Allir nemendur fá hlutverk í­ hópnum. Eitt af markmiðum verkefnisins er vekja áhuga og forvitni nemenda á löndum heims; staðsetningu þess, höfuðborg, fána, flatarmáli, fjölda í­búa, menningu, tungumáli o.fl. Þetta hefur gengið vel og samþættir í­ raun margar námsgreinar s.s. landafræði, samfélagsfræði, stærðfræði, í­slensku, myndmennt og þjálfar samvinnu og félagsfærni o.fl. Mikilvægt er að skólastarf miði að því­ að gera nemendur virka og sjálfstæða í­ námi og færa um að afla sér þekkingar á eigin spýtur og veita tækifæri til að nýta hæfileika sí­na og gefa þeim kost á að fá endurgjöf á vinnu sí­na. Áhersla á alhliða hæfni nemenda krefst þess að nýttar séu fjölbreyttar leiðir til að meta hæfni nemenda og veita þeim leiðsögn í­ átt að settu marki. Góður skólabragur eflir samskiptahæfni nemenda og þroska þeirra til virðingar og umburðarlyndis, jafnréttis og umgengni við aðra,umhverfi og náttúru. Viðfangsefni sem tengja námið við daglegt lí­f og starfsvettvang efla læsi nemenda á umhverfi sitt (Aðalnámskrá bls. 91) Samþættingu er hægt skilgreina þannig að ákveðið viðfangsefni er tekið til meðferðar og það athugað frá mörgum hliðum. Þegar nám er skipulagt á þennan hátt leiðir það til, samvinnnu og samþættingu námsgreina og efnið skilgreint í­ ví­ðu samhengi og eflir læsi nemenda á umhverfi sitt. Nemendur vinna saman í­ hópum að ýmsum verkefnum tengdum. Fram kemur í­ Hinu ljúfa læsi eftir Rósu Eggertsdóttur (2019), að vel skipulagt samvinnunám leiði til gagnrýninnar og djúprar hugsunar og fjölbreyttra samskipta og taki einstaklingsnámi fram um flest.