Fréttir

Ýmsar fréttir frá Öxarfjarðarskóla

Ýmislegt hefur verið að gerast í Öxarfjarðarskóla síðasta mánuðinn þó ekki mikið hafi borið á því hér á heimasíðunni. Verður það að skrifast á annríki umsjónarmanns. En nú eru komnar myndir inn á vefinn af því helsta sem á daga okkar hefur drifið.
Smellið á Lesa meira til að lesa nánar um það sem hefur verið á döfinni.

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla

Árshátíð Öxarfjarðarskóla verður haldin í Skúlagarði fimmtudaginn 22. mars, kl. 19:00.
Fjölbreytt dagskrá er í boði og er hún í höndum 1. - 7. bekkjar

Veitingar verða seldar í hléi á sanngjörnu verði.

Allir velkomnir

Miðaverð
Fullorðnir: 1500 kr.
Börn 6-16 ára: 500 kr.