Glæsilegur árangur í spurningakeppni
Framhaldsskólinn á Húsavík stóð í dag fyrir spurningakeppni fyrir grunnskólana í Þingeyjarsýslum. Þetta var liður í undirbúningi liðs þeirra fyrir Gettu betur keppnina og var undirbúnigur að mestu í höndum keppnisliðs FSH. Til keppni mættu 6 lið frá fimm skólum; tvö frá Borgarhólsskóla, úr Mývatnssveit, frá Raufarhöfn og Þórshöfn og úr Öxarfjarðarskóla.
Hver einasti nemandi unglingadeildar Öxarfjarðarskóla fór með að styðja okkar lið, ásamt fjölmörgum kennurum og foreldrum.
Keppendur fyrir hönd Öxarfjarðarskóla voru Jóhanna Margrét úr 9. bekk og Aðalbjörn og Einar úr 10. bekk.