Þórhildur Sigurðardóttir sérkennsluráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu Þingeyinga kom þann 23. október sl. og flutti erindi um mikilvægi jákvæðs viðhorf til náms. Þar sem það hefur borið óvenju mikið á neikvæðum röddum til námsins innan nemendahópsins í haust, ákváðum við að fá Þórhildi til að vekja okkur til umhugsunar um hvað við starfsfólkið, foreldrar og nemendur getum gert til að byggja upp jákvæðni og áhuga til námsins og efla samstarf milli heimila og skóla. Okkur fannst tilvalið að hafa erindið í tengslum við námsefniskynningu skólans sem haldin var í Lundi. Þórhildur kom með marga góða punkta sem áttu fullt erindi til okkar allra sem komum að nemendum skólans. Það voru því dálítil vonbrigði að fleiri foreldrar skyldi ekki sjá sér fært að koma. Á eftir var skipt upp í litla umræðuhópa sem ræddu málin og skiluðu af sér punktum með helstu niðurstöðum sem Huld safnaði saman og ætlar að vélrita og senda á netfangalista skólans. Við fengum góðfúslegt leyfi Þórhildar til að fá glærurnar hennar og fylgja þær hér að neðan.