Helga Þorsteinsdóttir kveður

Í dag var síðasti starfsdagur Helgu Þorsteinsdóttur við Öxarfjarðarskóla. Helga og Ásgeir, maður hennar eru að flytjast búferlum í Borgarfjörð þar sem hann hefur fengið nýtt starf. Í tilefni af því efndi starfsfólk til kveðjuveislu fyrir Helgu á kennarafundi síðasta miðvikudag. Færðum við starfsfólkið henni bók um listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kveðjugjöf.

Umsjónarnemendur Helgu, 8. bekkur færðu henni kort að kveðjuskini í dag sem þau höfðu föndrað sjálf með klippimyndum.

Við þökkum Helgu kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum og óskum henni og Geira velfarnaðar á nýjum stað.

Fleiri myndir