Fréttir

Laus kennarastaða við skólann

Við leitum eftir áhugasömum kennara til starfa með okkur í teymi á mið- og unglingastigi frá og með næsta hausti!

Skólaslit Öxarfjarðarskóla

Skólaslit fóru fram síðastliðinn föstudag, 24. maí. Tveir nemendur 10.bekkjar útskrifuðust og einn starfsmaður kvaddur.

Nemandi skólans í 6.sæti í Pangea stærðfræðikeppni

Jón Emil Christophsson náði 6. sæti af 2246 nemendum sem tóku pátt í 8. bekk. Þetta er annað árið í röð þar sem við erum með nema meðal efstu 10 en Björn Ófeigur hafnaði í 10. sæti í fyrra. Jón Emil náði 30 stig í úrslitum en sigurvegarinn fékk 36 stig. Við erum að sjálfsögðu stolt af okkar manni og óskum honum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Myndbönd frá Vorgleði og samstarfsdegi skólanna

Búið er að setja inn myndbönd undir flipann *Nemendur* > myndbönd frá Vorgleði 2024 og eins kynningarefni nemenda frá samstarfsdegi skólanna frá 30.apríl sl.

Síðasti samsöngur skólaársins

Í morgun var síðasti samsöngur skólaársins.