Laus kennarastaða við skólann

Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með alls 60 nemendur, þar af 34 í grunnskóladeild. Leikskóladeild skólans er innahúss í grunnskólanum. Starfað er í anda Jákvæðs aga og verið að innleiða teymisvinnu og teymiskennslu í skólanum í samstarfi við MSHA.
Í skólanum er um að ræða samkennslu árganga í þremur deildum; yngri (1.-4.b), mið- (5.-7.b) og unglingadeild (8. - 10.b)

Leitað er eftir áhugasömum umsjónarkennara í teymi á mið- og unglingastigi í 100% stöðu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjónarkennsla í teymi
  • Unnið skv skólastefnu Norðurþings

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Íslenskt leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði
  • Áhugi á að starfa með börnum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Ábyrgð og stundvísi
  • Vammleysi

Umsóknarfrestur er til 14.júní og skulu umsóknir sendar ásamt ferilskrá og meðmælendalista til skólastjóra á netfangið hrund@oxarfjardarskoli.isGerð er krafa um hreint sakavottorð.
Allar frekari upplýsingar um störfin veitir Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri í síma 4652246 og netfangið hrund@oxarfjardarskoli.is