Fréttir

Fréttakorn í­ febrúar

Heil og sæl.
 
Nýtt val í febrúar
Þá erum við komin af stað inn í febrúarmánuð og nýtt val hafið í lengdri viðveru sem gildir til 4. mars.  Eins og venjulega boðið upp á fjölbreyttar tómstundir og má þar nefna jóga, badminton, matreiðslu, leiki, spil, smíðar, handmennt, björgunarsveit, fótbolta og myndmennt. 
 
Bekkjaskemmtun
Í gær var bekkjaskemmtun 1. – 5. bekkja. Þau héldu áfram með kennurum sínum eftir lengda viðveru og fóru í leiki, horfðu á bíómynd og bökuðu pizzur.  Skemmtuninni lauk svo kl. 19:00 og þegar foreldrar sóttu börnin sín. 
 
Starfsdagur á öskudegi
Öskudagurinn er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 17. febrúar og þá er starfsdagur í skólanum og leikskólanum í Lundi sem þýðir að enginn skóli er þann daginn.  Foreldrafélag Öxarfjarðarskóla ætlar að standa fyrir skipulagningu öskudagsins á Kópaskeri og má lesa um það nánar hér í annarri frétt.
 
Undirbúningur árshátíðar
Yngri deildin er farin að æfa atriði fyrir árshátíðina og annar undirbúningur fer að byrja.  Unglingadeildin er að skoða leikrit sem koma til greina og reiknað er með að æfingar hefjist í lok mánaðarins í tengslum við það.
 
Bestu kveðjur,
Hrund og Guðrún
 

Skipulagning öskudags 17. febrúar 2010

Frá stjórn foreldrafélagsins:

Skipulagning öskudags 17. febrúar 2010

Stjórn foreldrafélagsins kom saman í gær til að ræða fyrirkomulag öskudagsins þann 17. febrúar næstkomandi.
 
Foreldrafélagið mun standa fyrir samveru barnanna á öskudaginn og skulu þau mæta kl. 12.45 fyrir utan Búðina.
Talað verður við fyrirtækin á Kópaskeri svo að hægt sé að undirbúa komu barnanna. Foreldrar þurfa að tala sig saman um akstur til og frá Kópaskeri. Gaman væri að fá sjálfboðaliða til að smíða tunnu og taka á móti börnunum í íþróttahúsinu en þar geta þau átt samverustund í u.þ.b. klukkustund frá 14:30 – 15:30.
Það þurfa allir að gera sér grein fyrir  því að þetta getur ekki orðið nema foreldrar taki höndum saman og hjálpist að, bæði með því að ganga með börnunum milli fyrirtækja og eins að taka á móti börnunum í íþróttahúsinu og halda utan um hópinn þar.
Sjálfboðaliðar geta komið sér á framfæri hjá eftirtöldum:
 
Rúnari Tryggvasyni s: 846-3835
Ástu Viðar s: 865-4535
Ágústi Jónssyni s: 868-8078