Fréttakorn í­ febrúar

Heil og sæl.
 
Nýtt val í febrúar
Þá erum við komin af stað inn í febrúarmánuð og nýtt val hafið í lengdri viðveru sem gildir til 4. mars.  Eins og venjulega boðið upp á fjölbreyttar tómstundir og má þar nefna jóga, badminton, matreiðslu, leiki, spil, smíðar, handmennt, björgunarsveit, fótbolta og myndmennt. 
 
Bekkjaskemmtun
Í gær var bekkjaskemmtun 1. – 5. bekkja. Þau héldu áfram með kennurum sínum eftir lengda viðveru og fóru í leiki, horfðu á bíómynd og bökuðu pizzur.  Skemmtuninni lauk svo kl. 19:00 og þegar foreldrar sóttu börnin sín. 
 
Starfsdagur á öskudegi
Öskudagurinn er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 17. febrúar og þá er starfsdagur í skólanum og leikskólanum í Lundi sem þýðir að enginn skóli er þann daginn.  Foreldrafélag Öxarfjarðarskóla ætlar að standa fyrir skipulagningu öskudagsins á Kópaskeri og má lesa um það nánar hér í annarri frétt.
 
Undirbúningur árshátíðar
Yngri deildin er farin að æfa atriði fyrir árshátíðina og annar undirbúningur fer að byrja.  Unglingadeildin er að skoða leikrit sem koma til greina og reiknað er með að æfingar hefjist í lok mánaðarins í tengslum við það.
 
Bestu kveðjur,
Hrund og Guðrún