27.12.2018
Litlu jólin, hátíðarmatur, jólasögur og pakkapúkk: Hátíðin hófst með því að allir komu saman í gryfju kl. 22:45 og það voru hátíðlegir og fallegir nemendur sem voru þar saman komnir. Kl 12:00 var hátíðarmatur til reiðu hjá Huldu og Guðnýju. Létt reykt lambakjöt ásamt meðlæti og ís í eftirrétt. Skólastjóri las nemendur saman til borðs og tóku eldri nemendur að sér yngri nemanda til borðs og studdu að sjálfsögðu við þá yngri og gerðu það af mikilli ábyrgð. Að hádegisverði loknum fóru nemendur í kennslustofur með kennurum þar sem lesnar voru jólasögur og farið í pakkapúkk.
Dansað var í kringum jólatré með rammíslenskum jólasveinum
Boðið var upp á mjólk, kaffi og smákökur áður en dansinn fór í gang. Jónas Þór Viðarsson sá um undirspil og stjórnaði söng af mikilli list. Rammíslenskir jólasveinar komu og dönsuðu og sungu með börnunum. Ég held það hafi verið Skyrgámur og Gluggagægir. Þegar sveinarnir höfðu kvatt með pomp og prakt tók marsinn við og nemendur ásamt foreldrum marseruðu og léku listir um leið.
Jólafrí og skólabyrjun á nýju ári
Jólafrí hófst frá og með 21. desember hjá grunnskólanemendum. Nemendur mæta svo á aftur í skólann, á nýju ári, á hefðbundnum skólatíma, þann 3. janúar. Leikskólinn hefst 2. janúar en skólaakstur hefst ekki fyrr en 3. janúar á hefðbundnum tíma..
Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.
20.12.2018
Það er gaman að segja frá því að sú þjóðlega íþrótt, skák, hefur aldeilis vaknað til lífsins á haustönn. Christoph, kennari við skólann, hratt af stað skákmóti sem nemendur og starfsfólk tók þátt í og hefur Guðrún Lilja Dam, skólaliði, stutt við framtakið. Nú kunna orðið allir grunnskólanemendurnir mannganginn og margir þeirra orðnir mjög seigir í íþróttinni og leggja að velli sér mun eldri nemendur og starfsfólkið líka. Nemanda í 4. bekk þótti ekki leiðinlegt að sigra einn af þeim fremstu meðal fullorðna fólksins. Það heldur nú heldur betur við áhuganum og það er mikilvægt að börn og fullorðnir tefli, leiki og spili saman. Að telfla skák eflir rök- og stærðfræðihugsun, einnig það að hugsa fram í tímann og hefur uppeldislegt gildi. Meira að segja elstu börn leikskólans eru með.
Kúltúr frímínútna breyttist. Nú má sjá börn eða fullorðna tefla í nánast hverjum frímínútum.
Þorsteinn Gísli, 9. bekk vann nemendakeppnina þar sem 16 tóku þátt. Guðrún Lilja Dam vann starfsmannakeppni þar sem 6 tóku þátt. Svo kepptu sigurvegari nemenda og sigurvegari starfsmanna um skólameistaratitilinn. Bæði voru mjög spennt og léku hratt. Taflið tók ekki langan tíma og lauk með sigri Guðrúnar Lilju Dam. Það voru sannir íþróttamenn sem tókust í hendur að tafli loknu enda máttu báðir una vel við sitt. Til hamingju bæði tvö, með ykkar árangur.
Frábært framtak hjá Christoph að hrynda þessu verkefni í framkvæmd og halda því við.
19.12.2018
Ég minni á Litlu jólin á morgun í Lundi, miðvikudaginn 20. desember
Little Christmas will be tomorrow in Lundur, the 20th of Desember
We will dance around the Christmas tree from 15:20 and have a good time to 16:30. Everyone, parents and grandparents, are welcome to join us from 15:00 a.m.
Foreldrar og aðstandendur eru velkomin á jólaballið og í kaffi. Boðið verður upp á hressingu, kaffi og með því kl 15:00. Jólaball hefst kl 15:20 og kannske koma einhverjir skrítnir karlar í heimsókn um 15:30
Litlu jólin verða miðvikudaginn 20. desember og lýkur skóla þann daginn kl. 16:30. Þann dag verður pakkapúkk, lesin sundur jólakort, borðaður hátíðamatur og dansað kringum jólatré. Leik- og grunnskóli sameinast við borðhald og dans kringum jólatré. Foreldrar og aðstandendur eru velkomin á jólaballið og í kaffi. Boðið verður upp á hressingu, kaffi og með því kl 15:00. Jólaball hefst kl 15:20 og kannske koma einhverjir skrítnir karlar í heimsókn um 15:30. Heimferð kl 16:30.
17.12.2018
Jólatónleikar Tónlistarskólans verða, á morgun, 18. desember kl 17:00 í Lundi.
The musik school will have their Christmas consert on the 18th of Desember 17:00 o´clock in Lundur.
Ég minni á jólatónleika Tónlistarskólans þann 18. desember kl 17:00.
12.12.2018
Á morgun, 13. desember kl 8:20, verður Lúsíuhátíð í Öxarfjarðarskóla. Ykkur er velkomið að koma og njóta þessarar stundar með okkur. Það er mikill margbreytileiki í Öxarfjarðarskóla og nemendur og starfsfólk af mörgum þjóðernum og gaman að kynnast hefðum frá hinum ýmsu löndum.
12.12.2018
Engin hitaveita verður á morgun, þann 13. desember, vegna viðgerðar.
Engin hitsveita verður á morgun en við höldum okkar striki og höfum skóla og leikskóla. Ég óska eftir því að börnin komi hlýlega klædd í skólann (ullin stendur alltaf fyrir sínu). Friðgeir ætlar að færa okkur nokkra hitablásara og ef starfsfólk getur séð af einhverjum slíkum, er það vel þegið. Við fáum heitan mat í hádeginu og reynum að hafa hlýlegt í matsal.
05.12.2018
Foreldrar, starfsfólk og nemendur sameinuðust við jólaföndurog áttu notalega stund. Margir fallegir gripir urðu til og fara eflaust einhverjir á jólatréð.
Eftir að föndri var lokið tók við ömmu og afakaffi á leikskóladeild. Reyndar voru gestir úr öllum áttum, frændur, systkini og foreldrar. Þetta var dásamleg stund þar sem leikskólabörnin sungu fyrir okkur, fluttu þulur o.fl. og á eftir var boðið upp á smákökur og kaffi.
03.12.2018
Kveikt var á jólatrénu í Lundi í morgun, mánudaginn 3. desember
The lights of the Christmas tree were lighted this morning
Kveikt var á jólatrénu í morgum og tekur það sig vel út og lífgar upp skammdegið.
09.11.2018
Leikæfingar og undirbúningur eru á fullu, nánar um það síðar.
Practices and preparation for the play are on going, more on that later.
09.11.2018
Litlu jólin verða miðvikudaginn 20. desember og lýkur skóla þann daginn kl. 16:30. Þann dag verður pakkapúkk, lesin sundur jólakort, borðaður hátíðamatur að hætti Huldu og Guðnýjar.Dansað kringum jólatré. Leik- og grunnskóli sameinast við borðhald og dans kringum jólatré. Foreldrar og aðstandendur eru velkomin á jólaballið sem hefst um kl. 14:00. Boðið verður upp á hressingu, kaffi og með því.