Litlu jólin, hátíðarmatur, jólasögur og pakkapúkk: Hátíðin hófst með því að allir komu saman í gryfju kl. 22:45 og þaðvoru hátíðlegir og fallegir nemendur sem voru þar saman komnir. Kl 12:00 var hátíðarmatur til reiðu hjá Huldu og Guðnýju. Létt reykt lambakjöt ásamt meðlæti og ís í eftirrétt. Skólastjóri las nemendur saman til borðs og tóku eldri nemendur að sér yngri nemanda til borðs og studdu að sjálfsögðu við þá yngri og gerðu það af mikilli ábyrgð. Að hádegisverði loknum fóru nemendur í kennslustofur með kennurum þar sem lesnar voru jólasögur og farið í pakkapúkk.
Boðið var upp á mjólk, kaffi og smákökur áður en dansinn fór í gang. Jónas Þór Viðarsson sá um undirspil og stjórnaði söng af mikilli list. Rammíslenskir jólasveinar komu og dönsuðu og sungu með börnunum. Ég held það hafi verið Skyrgámur og Gluggagægir. Þegar sveinarnir höfðu kvatt með pomp og prakt tók marsinn við og nemendur ásamt foreldrum marseruðu og léku listir um leið.
                             Â
Jólafrí og skólabyrjun á nýju ári
Jólafrí hófst frá og með 21. desember hjá grunnskólanemendum. Nemendur mæta svo á aftur í skólann, á nýju ári, á hefðbundnum skólatíma, þann 3. janúar. Leikskólinn hefst 2. janúar en skólaakstur hefst ekki fyrr en 3. janúar á hefðbundnum tíma..
Â
Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.