Skák í­ hávegum höfð í­ Öxarfjarðarskóla

Það er gaman að segja frá því­ að sú þjóðlega í­þrótt, skák, hefur aldeilis vaknað til lí­fsins á haustönn. Christoph, kennari við skólann, hratt af stað skákmóti sem nemendur og starfsfólk tók þátt í­ og hefur Guðrún Lilja Dam, skólaliði, stutt við framtakið. Nú kunna orðið allir grunnskólanemendurnir mannganginn og margir þeirra orðnir mjög seigir í­ í­þróttinni og leggja að velli sér mun eldri nemendur og starfsfólkið lí­ka. Nemanda í­ 4. bekk þótti ekki leiðinlegt að sigra einn af þeim fremstu meðal fullorðna fólksins. Það heldur nú heldur betur við áhuganum og það er mikilvægt að börn og fullorðnir tefli, leiki og spili saman. Að telfla skák eflir rök- og stærðfræðihugsun, einnig það að hugsa fram í­ tí­mann og hefur uppeldislegt gildi. Meira að segja elstu börn leikskólans eru með.

Kúltúr frí­mí­nútna breyttist. Nú má sjá börn eða fullorðna tefla í­ nánast hverjum frí­mí­nútum.

 Þorsteinn Gí­sli, 9. bekk vann nemendakeppnina þar sem 16 tóku þátt. Guðrún Lilja Dam vann starfsmannakeppni þar sem 6 tóku þátt. Svo kepptu sigurvegari nemenda og sigurvegari starfsmanna um skólameistaratitilinn. Bæði voru mjög spennt og léku hratt. Taflið tók ekki langan tí­ma og lauk með sigri Guðrúnar Lilju Dam. Það voru sannir í­þróttamenn sem tókust í­ hendur að tafli loknu enda máttu báðir una vel við sitt. Til hamingju bæði tvö, með ykkar árangur.

 

Frábært framtak hjá Christoph að hrynda þessu verkefni í­ framkvæmd og halda því­ við.