Fréttir

Gönguferð í­ þjóðgarðinum

Séð til suðurs yfir HljóðaklettaNemendum okkar í 10.bekk bauðst að fara með jafnöldrum sínum úr Borgarhólsskóla í gönguferð úr Vesturdal í Ásbyrgi. Við þáðum það að sjálfsögðu með þökkum og fóru allir nemendur ásamt Guðrúnu, Hrund og Kidda með í gönguna.
Það voru ekki allir nemendur 10. bekkjar á Húsavík sem gengu með. Sumir fóru styttri hring um Vesturdal og aðrir unnu að verkefnum á Húsavík. En það var hress og duglegur hópur sem gekk þessa 12 km leið.
Sigrún, náttúrufræðikennari á Húsavík, var fararstjóri í ferðinni og var með fræðslu á leiðinni.
Veðrið lék við göngumenn, sól og hlýtt en samt vindur til kælingar.

Hér eru myndir úr ferðinni.

Skólasetning Öxarfjarðarskóla

http://oxarfjardarskoli.nordurthing.is/myndir/gallery/Vetur_09-10/Skolasetning/IMG_7660.JPGÖxarfjarðarskóli var settur formlega síðast liðinn mánudaginn klukkan 18. Guðrún skólastjóri hélt smá ræðu þar sem hún kynnti í stuttu máli fyrirhugað starf  vetrarins og kynnti það starfsfólk sem verrður við skólann í vetur. Það hefur fjölgað í starfsmannahópnum þar sem nemendum hefur fjölgað við sameiningu skólanna. Starfið fer vel af stað og leggst veturinn ágætlega í mannskapinn.
http://oxarfjardarskoli.nordurthing.is/myndir/gallery/Vetur_09-10/Skolasetning/IMG_7661.JPG

Skólastarf að hefjast

Í morgun mætti starfsfólk til vinnu til að undirbúa skólastarf vetrarins. Hótelrekstri er að ljúka og flestar stofur að tæmast af beddum. Þessa viku verður unnið að því að gera húsið klárt, ásamt því að kennarar undirbúa að taka á móti sínum nemendum. Á fimmtudag verður árlegur þingdagur skólanna á skólaþjónustusvæðinu á Hafralæk og á föstudag er þingdagur BKNE.

Að þessu sinni verður skóli ekki boðaður með heimsóknum, heldur verður skólinn settur næst komandi mánudag, 24. ágúst klukkan 18:00. Að lokinni setningu munu umsjónarkennarar taka á móti sínum umsjónarnemendum og foreldrum í stutt spjall.

Kennsla hefst á hefðbundnum tíma þriðjudaginn 25. ágúst klukkan 8:20. Skólabílar leggja af stað klukkan 7:45 frá Kópaskeri og Fjöllum.

Hér að neðan eru tenglar á innkaupalista fyrir nemendur og skóladagatal.
Innkaupalisti 1.-3. bekkjar
Innkaupalisti 4.-7. bekkjar
Innkaupalisti 8.-10. bekkjar
Skóladagatal