17.05.2019
Skólaslit Öxarfjarðarskóla, föstudaginn 17.maí, kl 17:30.
17th of May - End of term 17:30 o´clock
Skólaslit og afhending námsmats - Þær Hulda og Guðný verða með góðgerðir, kaffi og með því, að vanda.
End of term, students will get their grades. Koffee og cakes afterwards.
10.05.2019
Tónleikarnir tókust vel og voru vel sóttir. Við kvöddum Árna Sigurbjarnarson, skólastjóra Tónlistarskólans til margra ára, með söknuði. Hann hefur sinnt þessu starfi af elju og dugnaði gegnum árin og aldrei slegið skugga á samstarf skólanna tveggja, Tónlistarskólans á Húsavík og Öxarfjarðarskóla (myndina tók Christoph).
10.05.2019
Skákíþróttin hefur litað þetta skólaár og sigurvegarinn, Þorsteinn Gísli, fékk að velja hvað yrði á matseðlinum þriðjudaginn 7. maí og urðu pítsur fyrir valinu. Fyrnagóðar pítsur voru bakaðar af þeim Christoph, hvatamanni skákíþróttarinnar, og Huldu og Guðnýju og mæltist þetta vel fyrir af nemendum og starfsfólki (Myndina tók Birkir).
10.05.2019
Umhverfisdagur Environmental day, tókst vel.
Tíndum rusl úr okkar nánasta umhverfi, skoðuðum moltugerð og unnin voru gerð beð fyrir grænmeti (kartöflur o.fl.). og tilbreyting var í mat og drykk hjá Huldu og Guðnýju þennan dag. Umhverfissinnarnir komu inn í heitt kakó og góðgerðir.