Fréttir

Samvera 6. bekkinga í­ Öxarfjarðarsskóla, Borgarhólsskóla, Reykjarhlí­ðarskóla og Grunnskólanum á Raufarhöfn

Á morgun, þriðjudaginn 26. aprí­l ætla 6. bekkingar í­ Öxarfjarðarsskóla, Borgarhólsskóla, Reykjarhlí­ðarskóla og Grunnskólanum á Raufarhöfn að sameinast og kynna sér jarðhræringar í­ tengslum við eldgos og tengingar náttúruafla á svæðinu við goðafræði. Eitt af markmiðum er að flétta saman skemmtun og nám og vera með hópavinnu. Við skoðum Heimskautsgerðið við Raufarhöfn, Skjálftasetrið á Kópaskeri og Gljúfrastofu. Gist verður í­ í­þróttahúsinu í­ Lundi og að sjálfsögðu kvöldvaka o.fl. skemmtilegt á döfinni þar. Hulda og Laufey ætla að sjá um að taka vel á móti ferðalöngunum þegar þeir skila sér í­ hús og sjá um kaffi og kvöldmat. Veg og vanda af skipulagi hefur verið í­ höndum Jónu Kristí­nar í­ Borgarhólsskóla en hún hefur svo verið í­ samráði við kennara í­ viðkomandi skólum. Lotta og Anka munu fylgja okkar nemendum eftir.

Sí­ðasti vetrardagur og sumardagurinn fyrsti

Í dag 20. aprí­l er sí­ðasti vetrardagur. Þær stöllur í­ eldhúsinu ákváðu að gera okkur dagamun í­ tilefni dagsins og voru með rjómatertur, sannkallaðar hnallþórur, í­ kaffití­manum. Það var lí­flegt í­ húsinu í­ dag. Við nutum samveru við Grunnskólann á Raufarhöfn og eins voru fulltrúi skólaþjónustu og heilsugæslu í­ húsinu. Ég minni á sumardaginn fyrsta, sem er frí­dagur, og er á morgun fimmtudaginn 21. aprí­l.

Árshátí­ð

Þakka ykkur öllum fyrir ánægjulega samveru á árshátí­ð sem tókst skí­nandi vel.

Árshátí­ð

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla verður í­ Skúlagarði fimmtudaginn 14. aprí­l klukkan 19:30. Einnig er stefnt á aukasýningu sunnudaginn 17. aprí­l klukkan 15.