Í dag 20. apríl er síðasti vetrardagur. Þær stöllur í eldhúsinu ákváðu að gera okkur dagamun í tilefni dagsins og voru með rjómatertur, sannkallaðar hnallþórur, í kaffitímanum. Það var líflegt í húsinu í dag. Við nutum samveru við Grunnskólann á Raufarhöfn og eins voru fulltrúi skólaþjónustu og heilsugæslu í húsinu. Ég minni á sumardaginn fyrsta, sem er frídagur, og er á morgun fimmtudaginn 21. apríl.