Samvera 6. bekkinga í­ Öxarfjarðarsskóla, Borgarhólsskóla, Reykjarhlí­ðarskóla og Grunnskólanum á Raufarhöfn

Á morgun, þriðjudaginn 26. aprí­l ætla 6. bekkingar í­ Öxarfjarðarsskóla, Borgarhólsskóla, Reykjarhlí­ðarskóla og Grunnskólanum á Raufarhöfn að sameinast og kynna sér jarðhræringar í­ tengslum við eldgos og tengingar náttúruafla á svæðinu við goðafræði. Eitt af markmiðum er að flétta saman skemmtun og nám og vera með hópavinnu.

 Við skoðum Heimskautsgerðið við Raufarhöfn, Skjálftasetrið á Kópaskeri og Gljúfrastofu. Gist verður í­ í­þróttahúsinu í­ Lundi og að sjálfsögðu kvölvaka o.fl. skemmtilegt á döfinni þar. Hulda og Laufey ætla að sjá um að taka vel á móti ferðalöngunum þegar þeir skila sér í­ hús og sjá um kaffi og kvöldmat.

 Veg og vanda af skipulagi hefur verið í­ höndum Jónu Kristí­nar í­ Borgarhólsskóla en hún hefur svo verið í­ samráði við kennara í­ viðkomandi skólum. Lotta og Anka munu fylgja okkar nemendum eftir.

Â