Fréttir

Haustgleði 2015

Hin árlega Haustgleði unglingadeildar Öxarfjarðarskóla var haldin í­ gær, 5. nóvember.

Starfsdagur föstudaginn 6. nóvember

Við minnum á starfsdag þann 6. nóvember. Báðar leikskóladeildir og grunnskóladeild Öxarfjarðarskóla eru lokaðar þennan dag.

Haustgleði á morgun, fimmtudaginn 5. nóvember kl. 19:00

Við minnum á Haustgleði Öxarfjarðarskóla sem er á morgun, fimmtudaginn 5. nóvember kl. 19:00. Þar mun skáldagyðjan, tónlist, gott fólk og góður matur ráða rí­kjum. Í eldhúsinu munu þau Stefán Haukur og Anna Englund ráða rí­kjum ásamt unglingunum sem þjóna einnig til borðs auk þess að taka þátt í­ skemmtiatriðum. Hagyrðingarnir okkar munu leggja okkur lið; þau Tryggvi á Hóli, Marí­a í­ Vogum, Ingólfur í­ Mörk, Þorfinnur á Ingveldarstöðum, Brynjar á Gilhaga, Stefán á Leifsstöðum og Erla á Þverá. Blómlegur og fjölhæfur hópur. Ásdí­s Einarsdóttir les upp verðlaunasöguna sí­na Kennaradraugarnir.