Haustgleði 2015

Hagyrðingar við háborðið
Hagyrðingar við háborðið

Hin árlega Haustgleði unglingadeildar Öxarfjarðarskóla var haldin í­ gær, 5. nóvember. Að þessu sinni var þema kvöldsins Hagyrðingar við Öxarfjörð.

Nemendur unglingadeildar hafa nú í­ áraraðir haldið Haustgleði (stundum Hörpugleði), þar sem sveitungunum er boðið upp á að koma, borða góðan mat og njóta skemmtiatriða sem unglingadeildin sér um að skipuleggja og halda utan um með góðum stuðningi kennara og starfsfólks skólans ásamt foreldrum.

Haustgleðin er ein af stærri fjáröflunum í­ ferðasjóð nemenda unglingadeildar. Hráefniskostnaður við stóra veislu er mikill og ljóst að ekki yrði mikill ágóði af kvöldinu ef ekki væri fyrir velvilja fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga, bæði á skólasvæðinu og utan þess. Fjölmargir aðilar styrkja unglingana, ýmist með peningastyrk eða afslætti á vörum. Við erum afar þakklát fyrir þennan stuðning sem krakkarnir okkar eru að fá.

Matseðill kvöldsins var glæsilegur, þriggja rétta veisla. Stefán Haukur og Anna Englund voru yfirkokkar og stóðu sig með stakri prýði.

Eins og áður sagði var þema þessa árs Hagyrðingar við Öxarfjörð. Leitað var til 7 valinna hagyrðinga á svæðinu og fór Hrund með hluta nemenda í­ heimsókn til hvers og eins, þar sem tekið var viðtal við viðkomandi sem sí­ðan var unnin upp úr kynning á hverjum og einum sem flutt var á Haustgleðinni. Hagyrðingarnir voru aðsjálfsögðu heiðursgestir á sjálfri Haustgleðinni. Nemendur lásu einnig upp ljóð eftir hagyrðingana. Þrjár ví­snagátur lágu á borðum gesta til að spreyta sig á, hluti nemenda fluttu tónlistaratriði, Ásdí­s Einarsdóttir í­ Lóni las verðlaunasmásögu sí­na fyrir gesti og í­ lokin söfnuðust hagyrðingarnir við háborð þar sem þeim var fyrst skipt í­ tvö lið. Lesnar voru upp ví­sur eftir einhvern úr öðru liðinu og átti hitt liðið að reyna að giska á hver höfundurinn væri. Að sí­ðustu var hagyrðingaþáttur þar sem hagyrðingarnir svöruðu í­ ví­sum fjórum spurningum sem lagðar höfðu verið fyrir þá þegar viðtölin voru tekin.

Hagyrðingarnir voru eftirtaldir:
Ingólfur í­ Mörk
Þorfinnur á Ingveldarstöðum
Brynjar í­ Gilhaga.
Marí­a í­ Kí­lakoti
Tryggvi á Hóli
Erla á Þverá
Stefán Leifur á Leifsstöðum 

Kvöldið tókst afskaplega vel og hefur sjaldan, ef nokkurn tí­ma, verið jafn fjölmennt. Ekki var annað að heyra en að gestir hefðu verið mjög ánægðir með kvöldið. Gaman var að tengja saman margar kynslóðir og um leið styrkja gamlar hefðir.

Hér eru myndir frá kvöldinu.

Eftirtaldir aðilar styrktu Haustgleðina 2015:

Active North

Akursel ehf.

Bí­laþjónusta Húsaví­kur

Daðastaðir

Dettifoss guesthouse

Fjallalamb

Framsýn

Gistiheimilið Kópaskeri

Hótel Skúlagarður

Hreinsegg

Hveravellir

Innes

Kristján Þ. Halldórsson

Kvenfélag Keldhverfinga

Kvenfélag Öxfirðinga

Kvenfélagið Stjarnan

Magnaví­k/Hársker

Mjólkursamsalan

Rifós

Sel sf

Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis

Sælkeradreifing í“.J. & K.

Sælusápur

Veiðifélag Brunnár

Verslunin Ásbyrgi

Verslunin Skerjakolla