Skólasetning Öxarfjarðarskóla á morgun, fimmtudag, kl 17:30
24.08.2016
Kæru foreldrar/forráðamenn/starfsfólk
Minni á skólasetningu á morgun, fimmtudag 25. ágúst kl 17:30
Nemendur fá stundaskrá og innkaupalista eða upplýsingar um hvað þarf til, hjá umsjónarkennurum sínum. Kennsla hefst svo daginn eftir, þ.e. föstudaginn 26. ágúst samkvæmt stundaskrá..
Skólaakstur
Skólaakstur hefst föstudaginn 26. ágúst og verður með nokkurn veginn sama fyrirkomulagi og síðast liðið skólaár. Helstur akstursleiðir eru nú, Reistarnes-Lundur-Lundur-Reistarnes, Lón-Lundur-Lundur-Lón, Sel/ Sandfellshagi-Lundur-Lundur-Sandfellshagi/Sel. Einnig er ekið frá Tóvegg í veg fyrir skólabíl. Foreldrar sjá um akstur frá Gilsbakka.
Tímasetning skólabíla
• Kristinn Rúnar fer frá Lóni kl. 7:45 alla daga
• Sigurður Reynir fer frá Reistarnesi kl. 7:30 alla daga
• Skólabílar fara frá Lundi mánudaga til fimmtudaga kl 15:50. Föstudaga leggja skólabílar af stað frá Lundi kl 12:00.
• Bernharð verður á hefðbundnum tíma á leiðinni Sel/ Sandfellshagi-Lundur-Lundur-Sandfellshagi/Sel
Kveðja, Guðrún S. K. og Hrund