Matseðlar o.fl
Skólastarf hefur farið afar vel af stað og er ánægjulegt hvað nemendur mæta glaðir og jákvæðir til leiks. Það er góður andi í hópnum og starfsfólk er ánægt með hversu vel hefur gengið þessa fyrstu daga.
Matseðill sem gildir út september er kominn á netið og er hægt að finna hann með því að smella á Mötuneyti hér til
vinstri á síðunni og velja þar matseðla í felliglugga sem opnast. Síðan er smellt á tengilinn sem birtist í aðalglugga og
þá verður hægt að hlaða niður eða opna Word-skjal með viðkomandi matseðli. Þarna munu matseðlar vetrarins birtast
jafnóðum og þeir verða tilbúnir.
Einnig er hægt að opna matseðilinn beint hér.
Gjaldskrá leikskóla er einnig kominn á vefinn fyrir þetta skólaár. Hana má finna undir tengli leikskóla hér til vinstri eða með því að smella hér.