Fréttir

Myndbandakeppni 66° norður

Fyrirtækið 66°Norður efndi á haustdögum til myndbandasamkeppni meðal grunnskólanema. Hugmyndin að keppninni kom frá Sigurjóni Sighvatssyni, kvikmyndagerðarmanni og eiganda fyrirtækisins. Keppt var í tveimur flokkum, 1.-7. bekk og 8. -10 bekk. Í dómnefnd eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, Þórir Sigurjónsson, kvikmyndargerðarmaður og Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri 66°Norður. Einnig fer fram kosning á netinu og verður niðurstaða hennar tekinn inn í mat dómnefndar.

Verðlaun eru ekki af verri endanum. Skóli sigurvegara fær myndbandsupptökuvél, auk þess sem vinningshafarnir fá fatnað frá 66°Norður að andvirði 150.000 kr í verðlaun.

Fjórar stúlkur úr skólanum sendu myndband inn í keppnina. Það voru þær Freydís Rósa, Margrét Sylvía, María Dís og Sylvía Dröfn. Myndbandið þeirra er mjög gott og ætlum við því að sjálfsögðu sigur. Við hvetjum alla til að fara inn á vef 66°Norður og skoða myndband stelpnanna og gefa því atkvæði. Það er númer 9 í röðinni hjá eldri flokknum.

Smellið hér til að fara beint inn á myndband stelpnanna.

Tónlist fyrir alla - tónleikar

Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson og Björn ThoroddsenÍ morgun spiluðu Guitar Islancio á frábærum tónleikum, fyrir nemendur og starfsfólk Öxarfjarðarskóla og Kópaskersskóla.  Koma þeirra hingað er liður í verkefninu Tónlist fyrír alla. Tónlist fyrir alla er samstarfsverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga sem hefur staðið yfir í meira en 15 ár. Tilgangur verkefnisins er að kynna íslenskum grunnskólabörnum ólíkar tegundir tónlistar sem þau njóta í flutningi frábærra íslenskra tónlistarmanna.

Tónleikarnir stóðu yfir í um 45 mínútur og voru tónlistarmennirnir líflegir og skemmtilegir og héldu áhorfendum við efnið allan tímann. Þeir fluttu að mestu íslensk þjóðlög í eigin útsetningu auk laga eftir Gunnar Þórðarson. Það var mjög gaman þegar þeir fengu áhorfendur til að syngja með í nokkrum lögum. Dagskráin var mjög skemmtileg hjá þeim og var ekki annað að heyra en almenn ánægja hafi verið með tónleikana, bæði hjá ungum sem öldnum. Að minnsta kosti hrósaði hljómsveitin áheyrendum nokkrum sinnum og sögðu að þau væru greinilega tónleikavön.

Guitar Islancio skipa þeir Gunnar Þórðarson gítarleikari, Björn Thoroddsen gítarleikari og Jón Rafnsson sem spilaði á kontrabassa. Þetta eru tónlistarmenn í fremstu röð og hvetjum við alla sem eiga þess kost að fara og sjá þá spila í kvöld á Raufarhöfn.

Myndir frá tónleikunum eru hér.

Foreldrafræðsla og starfsdagur

Okkur langar að minna á foreldrafræðsluna á vegum Fjölskylduþjónustu Norðurþings annað kvöld í Lundi kl. 20-22.
Fræðsluerindi verða tvö á hverju stigi og gert ráð fyrir að hvert taki 60 mín og fundirnir standa því rúmlega tvo klukkutíma í þremur stofum.

Dagskráin er sem hér segir:

Yngsta stig:
Vinnuvist barna - hvað geta foreldrar gert?- Erla Alfreðsdóttir iðjuþjálfi

Samskipti heimila og skóla - Þórhildur Sigurðardóttir sérkennsluráðgjafi

Athugið að foreldrar leikskólabarna eru velkomnir á þennan fund!

Miðstig:
Um samskipti - einelti - Þórhildur Sigurðardóttir sérkennsluráðgjafi

Tölvu-og netnotkun barna- Þorgrímur Sigmundsson ráðgjafi

Unglingastig:
Áhrif umhverfisins og neysla - Arnfríður Kjartansdóttir sálfræðingur

Réttindi og skyldur - Ágúst Óskarsson ráðgjafi

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta!


Starfsdagur kennara verður næstkomandi mánudag 20. október og verður enginn skóli þann dag.

Í næstu viku verða foreldrasamtöl og munu umsjónarkennarar senda upplýsingar heim með nemendum varðandi þau.

Bestu kveðjur frá Öxarfjarðarskóla,

f.h. starfsfólks,
Hrund

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn

Í dag 10. október er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Að þessu sinni er megináherslan á geðheilbrigði barna og unglinga.
Samfés er einn af samstarfsaðilum sem koma að deginum og voru umræður um þau mál á landsmótinu um síðustu helgi.

Bendi á tvær síður varðandi daginn.
Heimasíða geðheilbrigðisdagsins, www.10okt.com og
fræðsluvefur um geðheilsu barna; www.umhuga.is

Landsmót Samfés

Nemendaráð ÖxarfjarðarskólaUm síðustu helgi var haldið Landsmót á vegum Samfés fyrir unglingaráðin í félagsmiðstöðvum landsins. Við fórum þrír umsjónarmenn með 16 krakka úr félagsmiðstöðvunum þremur sem reknar eru af sveitafélaginu. Ferðin heppnaðist mjög vel og voru krakkarnir sjálfum sér og sveitarfélaginu til mikils sóma. Það er ekki erfitt að vera umsjónarmaður með svona þægilegum hópi.

Fréttakorn frá Öxarfjarðarskóla nr.2

Hafinn er heildstæður skóli!
Síðastliðinn miðvikudag 1. október hófst fyrsti dagur heildstæðs skóla. Gaman er að segja frá því að tómstundastarfið fór afar vel af stað. Mikill áhugi er á björgunarsveitastarfinu og hafa nú þegar 17 nemendur skráð sig í það. Flestir af yngri kynslóðinni fara í fimleika og nokkrir nýttu sér heimanámsaðstoðina, bæði á miðvikudegi og fimmtudegi. Á þriðjudögum eigum við svo von á fótboltaþjálfurum frá Völsungi með æfingu.