Fyrirtækið 66°Norður efndi
á haustdögum til myndbandasamkeppni meðal grunnskólanema. Hugmyndin að keppninni kom frá Sigurjóni Sighvatssyni, kvikmyndagerðarmanni og eiganda
fyrirtækisins. Keppt var í tveimur flokkum, 1.-7. bekk og 8. -10 bekk. Í dómnefnd eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra, Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, Þórir Sigurjónsson, kvikmyndargerðarmaður og Helga Viðarsdóttir,
markaðsstjóri 66°Norður. Einnig fer fram kosning á netinu og verður niðurstaða hennar tekinn inn í mat dómnefndar.
Verðlaun eru ekki af verri endanum. Skóli sigurvegara fær myndbandsupptökuvél, auk þess sem vinningshafarnir fá fatnað frá 66°Norður
að andvirði 150.000 kr í verðlaun.
Fjórar stúlkur úr skólanum sendu myndband inn í keppnina. Það voru þær Freydís Rósa, Margrét Sylvía, María
Dís og Sylvía Dröfn. Myndbandið þeirra er mjög gott og ætlum við því að sjálfsögðu sigur. Við hvetjum alla til að
fara inn á vef
66°Norður og skoða myndband stelpnanna og gefa því atkvæði.
Það er númer 9 í röðinni hjá eldri flokknum.
Smellið hér til að fara beint inn á myndband
stelpnanna.