Bingó á sunnudag
|
|
|
|
Silfurstjarnan |
|
|
|
|
|
|
Silfurstjarnan |
|
|
Föstudaginn 11. mars fengum við góðan gest með námskeið í skólann. Jóhann Breiðfjörð hefur um nokkurra ára skeið haldið tæknilegó- og nýsköpunarnámskeið í skólum og félagsmiðstöðvum um allt land. Upplýsingar um Jóhann og námskeið hans er að finna á heimasíðunni http://nyskopun.com/.
Allir nemendur 1.-10. bekkjar fengu 80 mínútur hjá Jóhanni en hópnum var skipt í tvennt, 1.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Mikill áhugi og vinnusemi var meðal nemenda þar sem þau grömsuðu í mörgum kössum fullum af kubbum, tannhjólum, lofttjökkum, dekkjum o.fl. Áhuginn var ekki síðri meðal starfsmanna sem sumir misstu sig á kaf í hönnun og smíði úr kubbunum.
Alls voru þar um 100 kg af kubbum og fullt af teikningum sem Jóhann kom með og gátu menn byggt eftir teikningum hans eða gert eitthvað eftir eigin hönnun. Meðal þess sem varð til voru vélmenni sem gátu gengið á fjórum fótum, fjórhjóladrifnir bílar og griparmar.
Öskudagur var starfsdagur í grunnskólanum og voru nemendur því í fríi þann dag. Báðar leikskóladeildirnar voru hins vegar opnar og mættu börnin í grrímubúningum. Á Kópaskeri gengu leikskólakonur með börnin lítinn hring um þorpið í hríðarkófi og sungu í nokkrum fyrirtækjum og fengu góðgæti í staðinn. Leikskólabörnin í Lundi mættu á fund starfsfólks og sungu og gaukaði Hulda ráðskona að þeim góðgæti að launum. Dagurinn var börnunum skemmtilegur og þau nutu sín vel.
Grunnskólanemendur hittust við búðina á Kópaskeri og gengu milli fyrirtækja en Ásta Helga Viðar leiddi gönguna ásamt fleiri foreldrum og Björn Leifsson þandi nikkuna að venju.
Hér má skoða myndir frá leikskólabörnum en vefstjóra hafa ekki borist myndir frá grunnskólanemum, ef einhver lumar á myndum þá væru þær vel þegnar.
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Nú standa fyrir dyrum foreldraviðtöl. Dagana 15., 16. Og 17. mars er ráðgert að hafa foreldraviðtöl. Nánari upplýsingar um tíma og dag koma frá umsjónarkennara viðkomandi barns.
Báðar leikskóladeildirnar, í Lundi og á Kópaskeri, verða opnar í sumar. Sumarlokun verður, hjá báðum deildum, frá og með 11. Júlí til 15. ágúst. Starfsfólk við leikskóladeild Lundar í sumar verða þær Silja Rún, Lára Björk og Ágústa. Starfsfólk á Kópaskeri verða þær Aðalbjörg og Ásta.
Í lok þessarar viku fá nemendur nýtt valblað með sér heim. Árshátíð Öxarfjarðarskóla nálgast nú óðfluga. Ákveðið hefur verið að nota lengda viðveru að miklu leyti í leikæfingar og undirbúning og litast valblað næsta tímabils af þeirri ákvörðun.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
Á morgun, öskudag, verður starfsdagur í grunnskólanum. Leikskóladeildirnar verða báðar opnar á venjulegum tíma. Foreldrafélagið mun hafa umsjón með dagskrá á Kópaskeri. Það verður gengið um og sungið í fyrirtækjum og á eftir verður safnast saman í Pakkhúsinu.
Það á að hittast við búðina kl. 13 og verður lagt af stað þaðan.