Öskudagur var starfsdagur í grunnskólanum og voru nemendur því í fríi þann dag. Báðar leikskóladeildirnar voru hins vegar opnar og mættu börnin í grrímubúningum. Á Kópaskeri gengu leikskólakonur með börnin lítinn hring um þorpið í hríðarkófi og sungu í nokkrum fyrirtækjum og fengu góðgæti í staðinn. Leikskólabörnin í Lundi mættu á fund starfsfólks og sungu og gaukaði Hulda ráðskona að þeim góðgæti að launum. Dagurinn var börnunum skemmtilegur og þau nutu sín vel.
Grunnskólanemendur hittust við búðina á Kópaskeri og gengu milli fyrirtækja en Ásta Helga Viðar leiddi gönguna ásamt fleiri foreldrum og Björn Leifsson þandi nikkuna að venju.
Hér má skoða myndir frá leikskólabörnum en vefstjóra hafa ekki borist myndir frá grunnskólanemum, ef einhver lumar á myndum þá væru þær vel þegnar.