Öxarfjarðarskóli og Stóra upplestrarkeppnin 2020 í gær 6. mars
07.03.2020
Keppnin var haldin í gær 6. mars, í Safnahúsinu á Húsavík.
-Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson. Í annarri umferð lásu þátttakendur eitt ljóð eftir Jón Jónsson úr Vör. En í þriðju og síðustu umferð fengu lesarar val um hvaða ljóð þeir vildu flytja.Tíu ungmenni tóku þátt í keppninni og öll fluttu mál sitt vel. Okkar fulltrúi, Sigurður Kári Jónsson flutti ljóðið, Til eru fræ, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Sigurður Kári stóð sig með miklum sóma, flutti sitt mál vel og náði verðlaunasæti, 3. sæti.
-Á myndinni má sjá verðlaunahafann, Sigurð Kára, með foreldrum sínum, Jóni Ármanni og Hildi.
-Hjartanlegar hamingjuóskir frá okkur öllum, Sigurður Kári 😊
Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.
-Keppnin er haldin að frumkvæði áhugafólks um íslenskt mál í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara. Þátttaka í upplestrarkeppninni stendur öllum 7. bekkjum landsins til boða.
Kærar kveðjur,
Guðrún S. K. og Anka.