Öxarfjarðarskóli og Stóra upplestrarkeppnin 2020 í­ gær 6. mars

 

-Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson. Í annarri umferð lásu þátttakendur eitt ljóð eftir Jón Jónsson úr Vör. En í­ þriðju og sí­ðustu umferð fengu lesarar val um hvaða ljóð þeir vildu flytja.Tí­u ungmenni tóku þátt í­ keppninni og öll fluttu mál sitt vel. Okkar fulltrúi, Sigurður Kári Jónsson flutti ljóðið, Til eru fræ, eftir Daví­ð Stefánsson frá Fagraskógi Sigurður Kári stóð sig með miklum sóma, flutti sitt mál vel og náði verðlaunasæti, 3. sæti.

-Á myndunum má sjá verðlaunahafana þrjá ásamt einum frumkvöðla Stóru upplestrarkeppninnar, Ingibjörgu, og svo Sigurð Kára með foreldrum sí­num, Jóni Ármanni og Hildi.

-Hjartanlegar hamingjuóskir frá okkur öllum, Sigurður Kári 😊
Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í­ neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.

-Keppnin er haldin að frumkvæði áhugafólks um í­slenskt mál í­ samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara. Þátttaka í­ upplestrarkeppninni stendur öllum 7. bekkjum landsins til boða.

Kærar kveðjur,
Guðrún S. K. og Anka.