Fréttir

Litlu jól og föndurdagur

Í gær var föndurdagur í báðum deildum þar sem nemendur og kennarar föndruðu jólaföndur. Einnig kom þó nokkuð af foreldrum í heimsókn. Í dag voru svo litlu jólin haldin hátíðleg eftir hádegi í báðum deildum skólans.

Í Lundi borðuðu starfsfólk, nemendur og leikskólabörn saman hátíðarmat og á eftir var ýmislegt fert til skemmtunar, s.s. pakkapúkk, sungin jólalög og gengið í kringum jólatré. Var mikil sönggleði hjá nemendum en Sigurður Tryggvason lék undir á harmonikkuna.

Á Kópaskeri fluttu nemendur 5.-7. bekkjar frumsamið leikrit á ensku sem þau höfðu sjálf samið og dönskunemendur sögðu nokkra brandara á dönsku. Foreldrum var boðið að koma og horfa á atriðin og komu þó nokkrir og höfðu gaman af. Síðan voru sungin nokkur jólalög við undirleik Björns Leifssonar. Að lokum tók við hefðbundin dagskrá, jólasaga, pakkapúkk og kökuveisla og bíó.

Leikskólabörn á Kópaskeri héldu sín litlu jól í morgun. Þau voru svo heppin að til þeirra villtust tveir jólasveinar, all úfnir, en þeir höfðu ætlað í jólaklippingu til Rannveigar. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að hún var flutt svo þeir komu við í skólanum og heilsuðu upp á leikskólabörnin. Þessir sveinar hétu Hurðaaskellir og Skyrgámur og þeir gáfu börnunum mandarínur og saltkringlur og súkkulaðibita í poka. Á leiðinni út heilsuðu þeir upp á grunnskólabörnin og færðu þeim epli.

Myndir frá föndurdegi

Myndir frá litlu jólum

Litlu jól í leikskólanum

Bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár

Jólatónleikar tónlistarskólans

Í gær voru haldnir jólatónleikar Tónlistarskóla Öxarfjarðarhéraðs í skólahúsinu á Kópaskeri. Voru tónleikarnir hinir glæsilegustu. Alls komu fram um 20 nemendur sem stóðu sig með prýði. Smellið á lesa meira til að sjá lista yfir flytjendur.

Lúsí­uhátí­ð í­ Lundi

Sá skemmtilegi siður hefur verið við hafður í Lundi um nokkurra ára skeið að heiðra Lúsíu að sænskum sið. Það var hún Anna Englund í Sandfellshaga sem var upphafsmaður að þessu ásamt börnum hennar og Gunnars. Síðast liðinn miðvikudag var hátíðin þetta árið. Krakkarnir sungu hefðbundin Lúsíulög fyrir kennara og aðr nemendur. Skoða myndir

Vel heppnaður Gauragangur

Unglingadeild skólans sýndi í gærkvöldi leikritið Gauragang við mjög góðar undirtektir sýningargesta. Tókst krökkunum frábærlega vel upp í hlutverkum sínum og sýndu skemmtilega hæfileika sem leikarar og söngvarar. Þeir sem voru það óheppnir að missa af sýningunni þurfa ekki að örvænta því til stendur að sýna leikritiið jafnvel aftur eftir jól. Myndir frá sýningunni er að finna hér.

Jólatónleikar

Nú eru árlegir jólatónleikar Tónlistarskóla Öxarfjarðarhéraðs að skella á. Nemendur og kennarar skólans munu flytja alls konar tónlist, en auðvitað verður sérstök áherla lögð á jólalög frá öllum tímum.
Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir í skólahúsinu á Kópaskeri sunnudaginn 17. desember og byrja þeir kl. 5 Aðgangur er ókeypis
og vonum við að sem flestir sjái sér fært að koma og upplifa smá jólasemmningu með okkur.
Björn Leifsson

Krí­lakot í­ Dimmuborgum

Verkalýðsfélag Húsavíkur bauð leikskólabörnum Norðurþings í ferðalag í Dimmuborgir þann 13. des. Það voru börn fædd 2001 og 2002 sem stóð til boða að fara. Ferðin heppnaðist mjög vel. Gunna Magga fór með börnin úr Krílakoti til Húsavíkur þar sem rútur tóku við börnunum og keyrðu upp í Mývatnssveit.

 

Leiksýning í­ Skúlagarði

Leiksýning

Unglingadeild Öxarfjarðarskóla sýnir Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson fimmtudaginn 14. desember kl. 19:30 í Skúlagarði.

Allir eru velkomnir

Miðaverð:
Fullorðnir kr. 1.500.-
6-16 ára kr. 500.-
0-6 ára ókeypis

 

 


Vel heppnað bekkjakvöld

Nú er nýlokið afar velheppnaðri bekkjaheimsókn þar sem miðdeildin á Kópaskeri bauð miðdeildinni í Lundi til sín í heimsókn. Krakkarnir voru öll með tölu svo góð og yndisleg og þau skemmtu sér vel.

Annarri umferð lokið

Nú er annarri umferð lokið í spurningakeppni grunnskólanna. Öxarfjarðarskóli komst ekki áfram, lendir í 3. eða 4. sæti. Borgarhólsskóli og Mývetningar munu keppa til úrslita.

Til hamingju með góðan árangur okkar fólk.

Öxarfjarðarskóli áfram

Fyrstu umferð er lokið í spurningakeppni grunnskólanna í Þingeyjarsýslum. I aðra umferð sem stendur nú yfir komust sigurliðin úr fyrstu umferð, ásamt stigahæsta tapliðinu. Öxarfjarðarskóli var stigahæstur í fyrri umferð og fer því áfram í aðra umferð. Gott hjá okkar fólki!!!