Fréttir

Spurningakeppni grunnskólanna á Húsaví­k

Spurningakeppni grunnskólanna

Á föstudaginn, 24. nóvember, verður spurningakeppni grunnskóla í Þingeyjarsýslu haldin í fyrsta sinn.
Veg og vanda af keppninni hefur Framhaldsskólinn á Húsavík og stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður. Fimm skólar hafa tilkynnt þátttöku og einn þeirra sendir tvö lið. Búið er að draga um hverjir mætast í fyrstu umferð:

  • Borgarhólsskóli A mætir Borgarhólsskóla B
  • Litlulaugaskóli mætir Grunnskóla Raufarhafnar
  • Grunnskóli Skútustaðahrepps mætir Öxarfjarðarskóla

Keppnin fer fram í sal Borgarhólsskóla og hefst kl. 14:00. Gert er ráð fyrir áhugasömum áhorfendum að þessum viðburði.
Úrslita viðureignin mun verða fyrsta atriði á árlegri haustannarvöku FSH sem hefur hið ágæta nafn “Gunna” og hefst á sama stað kl. 20:30 um kvöldið.                                                               Tekið af vef FSH

Haldin var undankeppni innan skólans um hverjir yrðu fulltrúar okkar í spurningakeppninni. Þeir sem skipa lið Öxarfjarðarskóla eru Aðalbjörn Jóhannson, Einar Ólason og Kristveig Halla Guðmundsdóttir. Eru þau verðugir fulltrúar skólans og eiga örugglega eftir að standa sig vel.

Ýmisleg verður gert annað til skemmtunar, pizzuveisla, kvöldvaka o.fl.

Bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn var 27. október. Af því tilefni skrifuðu yngstu nemendur skólans bangsasögur og/eða teiknuðu bangsamyndir. Stefanía á bókasafninu heimsótti síðan deildirnar í Lundi og á Kópaskeri í gær og veitti viðurkenningar fyrir þáttökuna. Allir nemendur fengu viðurkenningarskjal og einnig gaf Stefanía hvorri deild bókina Ljóð unga fólksins 2006 sem er safn ljóða nemenda á grunnskólaaldri. Einn heppinn nemandi úr hvorri deild var dreginn úr potti og fékk sá bókasafnsbangsa þessa árs. Hinir heppnu voru Ingunn og Úlfur. Stefanía mætti líka með bangsa síðustu ára og gátu nemendur skoðað þá og knúsað.

Samskóladagur í­ Lundi

Síðast liðinn föstudag var haldið samskólamót grunnskólanna í Norður-Þingeyjarsýslu. Hittast þar nemendur úr 7.-10. bekk. Mótið var að þessu sinni haldið í Lundi.

Hrekkjavaka í­ Beisinu

Hrekkjavökukvöld var haldið í Félagsmiðstöðinni Beisinu sl. föstudagskvöld

Tónlist fyrir alla

Í morgun komu tónlistarmenn á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla og spiluðu fyrir nemendur og starfsfólks skólans. Tónleikarnir fóru fram í gryfjunni á Kópaskeri. Tónlistarmennirnir voru mjög ánægðir með hversu góðir áhorfendur voru og einnig hversu góður hljómburður er í húsinu. Krakkarnir skemmtu sér vel við að hlýða á ýmis klassísk verk eftir snillinga eins og Bach ásamt því að spila nýlegt verk eftir Mist Þorkelsdóttur. Einnig spiluðu þau kvartett ásamt Nokia gsm síma.

Rjúpur

Þessar rjúpur voru í rólegheitum á vappi við íþróttahúsið og skólann í gær, þrátt fyrir dapurleg örlög systur þeirra í síðustu viku á sömu slóðum. Þær kipptu sér ekkert upp við það þótt undirritaður snerist í kringum þær með myndavél á lofti. Þær röltu í rólegheitum á undan og flögruðu nokkra metra þegar fjarlægð milli ljósmyndara og þeirra var orðin innan við tveir metrar.

Myndir af rjúpunum eru í myndasafninu undir fálki á Kópaskeri

Fálki á Kópaskeri

Rétt fyrir hádegið veiddi fálki rjúpu suðvestan við skólahúsið. Hann var mjög spakur og sat og gæddi sér á rjúpunni þó fólk væri á stjá í kringum hann með myndavélar á lofti. Myndinni hér til hliðar náði Hafþór Ingi af fálkanum þegar hann hóf sig til flugs eftir hádegisverðinn.

Fleiri myndir af fálkanum koma inn á myndasíðuna seinna í dag.

Myndir frá skólaferðalagi

Þá er skólaferðalagi yngri bekkja lokið. Allir stóðu sig eins og hetjur þrátt fyrir frekar almenna sjóveiki. Myndir eru komnar á myndasíðuna.

Skólaferðalag 1.-6. bekkja

Ákveðið hefur verið að flýta skólaferðalagi 1.-6. bekkinga. Farið verður á morgun, þriðjudaginn 19. september.

Tröllasögur miðdeildar

Tröllasögurnar eru komnar á netið.