Spurningakeppni grunnskólanna á Húsavík
| Spurningakeppni grunnskólanna |
|
Á föstudaginn, 24. nóvember, verður spurningakeppni grunnskóla í Þingeyjarsýslu haldin í fyrsta sinn.
Keppnin fer fram í sal Borgarhólsskóla og hefst kl. 14:00. Gert er ráð fyrir áhugasömum áhorfendum að þessum
viðburði. |
Haldin var undankeppni innan skólans um hverjir yrðu fulltrúar okkar í spurningakeppninni. Þeir sem skipa lið Öxarfjarðarskóla eru Aðalbjörn Jóhannson, Einar Ólason og Kristveig Halla Guðmundsdóttir. Eru þau verðugir fulltrúar skólans og eiga örugglega eftir að standa sig vel.
Ýmisleg verður gert annað til skemmtunar, pizzuveisla, kvöldvaka o.fl.
Í
morgun komu tónlistarmenn á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla og spiluðu fyrir nemendur og starfsfólks skólans. Tónleikarnir
fóru fram í gryfjunni á Kópaskeri. Tónlistarmennirnir voru mjög ánægðir með hversu góðir áhorfendur voru og
einnig hversu góður hljómburður er í húsinu. Krakkarnir skemmtu sér vel við að hlýða á ýmis klassísk verk eftir
snillinga eins og Bach ásamt því að spila nýlegt verk eftir Mist Þorkelsdóttur. Einnig spiluðu þau kvartett ásamt Nokia gsm
síma.
Þessar rjúpur voru í
rólegheitum á vappi við íþróttahúsið og skólann í gær, þrátt fyrir dapurleg örlög systur þeirra
í síðustu viku á sömu slóðum. Þær kipptu sér ekkert upp við það þótt undirritaður snerist í kringum
þær með myndavél á lofti. Þær röltu í rólegheitum á undan og flögruðu nokkra metra þegar fjarlægð milli
ljósmyndara og þeirra var orðin innan við tveir metrar.
Rétt fyrir hádegið
veiddi fálki rjúpu suðvestan við skólahúsið. Hann var mjög spakur og sat og gæddi sér á rjúpunni þó
fólk væri á stjá í kringum hann með myndavélar á lofti. Myndinni hér til hliðar náði Hafþór Ingi af
fálkanum þegar hann hóf sig til flugs eftir hádegisverðinn.