Rétt fyrir hádegið
veiddi fálki rjúpu suðvestan við skólahúsið. Hann var mjög spakur og sat og gæddi sér á rjúpunni þó
fólk væri á stjá í kringum hann með myndavélar á lofti. Myndinni hér til hliðar náði Hafþór Ingi af
fálkanum þegar hann hóf sig til flugs eftir hádegisverðinn.
Fleiri myndir af fálkanum koma inn á myndasíðuna seinna í dag.