Rjúpur

Þessar rjúpur voru í rólegheitum á vappi við íþróttahúsið og skólann í gær, þrátt fyrir dapurleg örlög systur þeirra í síðustu viku á sömu slóðum. Þær kipptu sér ekkert upp við það þótt undirritaður snerist í kringum þær með myndavél á lofti. Þær röltu í rólegheitum á undan og flögruðu nokkra metra þegar fjarlægð milli ljósmyndara og þeirra var orðin innan við tveir metrar.

Myndir af rjúpunum eru í myndasafninu undir fálki á Kópaskeri