20.09.2006
Þá er skólaferðalagi yngri bekkja lokið. Allir stóðu sig eins og hetjur þrátt fyrir frekar almenna sjóveiki. Myndir eru komnar á
myndasíðuna.
Þó að margir væru sjóveikir og öðrum liði ekki vel voru þó nokkrir sem ekkert beit á. En það voru miklar öldur og
veltingur og engin furða þó mörgum yrði bumbult. Engir hvalir sáust í ferðinni enda ferðin stytt vegna veðurs. Fólk var fljótt að
jafna sig eftir að komið var í land. Næst var farið í hvalasafnið þar sem hvalalíkön og beinagrindur voru skoðaðar í
gríð og erg. Síðan var haldið yfir á Sölku þar sem borðaðar voru pizzur. Að lokum var farið í Safnahúsið þar
sem sumir voru svo áhugasamir að þeir náðust varla út aftur.