Síðast liðinn föstudag var haldið samskólamót grunnskólanna í Norður-Þingeyjarsýslu. Hittast þar nemendur úr 7.-10. bekk. Mótið var að þessu sinni haldið í Lundi.
Dagurinn gekk mjög vel og voru krakkarnir til fyrirmyndar. Greinilegt er að þessi siður hefur gert það að verkum að krakkarnir þekkjast orðið vel milli skóla og er hópurinn farinn að hristast vel saman. Það er ekki lengur þannig að krakkarnir hópist saman eftir skólum heldur skemmtu þau sér saman í einum hrærigraut.
Ýmislegt var gert til skemmtunar. Keppt var í fitness þrautabraut og fótbolta, farið í Singstar og ýmsa leiki. Skólarnir tróðu upp með skemmtiatriði, m.a. var mjög skemmtilegt atriði frá okkar skóla þar sem Íris sýndi magadans og fékk hún aðstoð frá Magnúsi Orra. Síðan var borðað úrvals lasagna og eftir mat var haldið niður í sundlaug í sundlaugarpartý. Um kl. 22 voru flestir búnir að fá nóg og tilbúnir til heimferðar.
Myndir frá deginum er að finna hér