Fréttir

Allir lesa

Heil og sæl öll! Í dag hefst landsátak í­ lestri Allir lesa og Öxarfjarðarskóli hefur skráð sig meðal keppenda. Um er að ræða tí­mabilið frá 17. október til 16. nóvember. Nemendur eiga að skrá hjá sér hversu lengi þeir lesa á hverjum degi og ég sé sí­ðan um að skrá tí­mann fyrir skólann í­ heild. Best er að skrá hjá sér í­ hvert sinn sem lesið er og taka sí­ðan saman heildartí­ma fyrir hvern dag. Við biðjum foreldra að hvetja börn sí­n áfram í­ lestri og taka þátt af fullum hug. Að sjálfsögðu eru hljóðbækur lí­ka skráðar sem lestur og einnig ef foreldrar lesa fyrir börn sí­n. Hægt er að skrá smærri hópa í­ þetta landsátak og geta fjölskyldur, vinnuhópar, vinahópar eða lestrarhópar tekið sig saman og skráð sig til þátttöku. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.allirlesa.is og jafnvel skrá sig ef fólk hefur áhuga. Með lestrarkveðju, Hrund