Allir lesa

Heil og sæl öll!

Í dag hefst landsátak í lestri Allir lesa og Öxarfjarðarskóli hefur skráð sig meðal keppenda. Um er að ræða tímabilið frá 17. október til 16. nóvember. Nemendur eiga að skrá hjá sér hversu lengi þeir lesa á hverjum degi og ég sé síðan um að skrá tímann fyrir skólann í heild. Best er að skrá hjá sér í hvert sinn sem lesið er og taka síðan saman heildartíma fyrir hvern dag.

Við biðjum foreldra að hvetja börn sín áfram í lestri og taka þátt af fullum hug. Að sjálfsögðu eru hljóðbækur líka skráðar sem lestur og einnig ef foreldrar lesa fyrir börn sín. Hægt er að skrá smærri hópa í þetta landsátak og geta fjölskyldur, vinnuhópar, vinahópar eða lestrarhópar tekið sig saman og skráð sig til þátttöku. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.allirlesa.is og jafnvel skrá sig ef fólk hefur áhuga.


Með lestrarkveðju,

Hrund