Danmerkurferð 9. og 10. bekkjar
13.06.2009
Nú er nýlokið skólaferðalagi 9. og 10. bekkjar til Danmerkur.
Flogið var út um miðjan dag þann 8. júní og lent í Danmörku rétt fyrir kl 20 að dönskum tíma.
Fyrsta kvöldið borðuðum við sameiginlega með Raufarhafnarskóla á pizzastað við Strikið en þau fóru út með sömu vél og við.
Næstu dagar fóru í skoðunarferðir um Kaupmannahöfn og Tívolíferð en á miðvikudagsmorgun fórum við í heimsókn til vinabekkjar í Hedegårdskolen í Ballerup.
Við vorum að mestu heppinn með veður. Það var ekki mikil sól en við sluppum að mestu við rigningu nema eftir hádegi á fimmtudegi. Þá lentum við í þvílíku úrhelli að við aflýstum frekari skoðunarferðum þann daginn og fórum því ekkert að skoða fornar Íslendingaslóðir. Í staðinn var stefnan sett í menningarreisu í verslunarmiðstöðina Fields. Það rigndi svo látlaust það sem eftir var dags og fram á nótt. Nokkrir úr hópnum létu það þó ekki aftra sér frá því að skella sér í fótbolta út í rigninguna um kvöldið, enda mátti halda að þeir hefðu skellt sér í sundsprett í einhverjum pollinum í kring þegar þeir komu inn.
Föstudagsmorgun var síðan haldið beint út á flugvöll og flogið heim. Nemendur voru sér og skóla sínum til sóma eins og ávallt og var það þreyttur en ánægður hópur nemenda og kennara sem komu heim.
Smellið á einhvern tenglanna hér að neðan til ða skoða myndir úr ferðinni.
Dagur 1
Dagur 2
Dagur 3
Dagur 4
7. og
8. bekkur skólans fór ásamt 7, bekk Kópaskersskóla í skólaferðalag þann 3. og 4. júní. Bílstjóri og
fararstjóri var Rúnar Óskarsson og stóð hann sig að venju frábærlega. Honum til aðstoðar voru Kiddi, Maggi og Ingibjörg, auk þess
sem Jóhanna Margrét kom með sem okkar sérlegur aðstoðarmaður og var yndislegt að hafa hana með.