Skólaferðalög

Á morgun, 3. júní fara 7. og 8. bekkur í skólaferðalag. Farið verður til Akureyrar og í Skagafjörð í gúmbátasiglingu.

Nú er farið að styttast í Danmerkurferð 9. og 10. bekkjar. Það verður flogið út nk mánudag 8. júní. Fjáröflun fyrir ferðina hefur gengið vonum framar og hefur safnast fyrir nær öllum fyrirséðum kostnaði.
 
Kvenfélögin þrjú við Öxarfjörð styrktu ferðina um 30.000 kr hvert. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir það.

Eins viljum við koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu krökkunum lið í söfnuninni í vetur og ekki síður þeim sem gert hafa ferðina mögulega með því að leggja pening í hana. Dúddi fær sérstakar þakkir fyrir rausnarlegt framlag.

Enn eiga einhverjir eftir að borga, bæði klósettpappír og í kleinu- og snúðasölu. Það væri afskaplega gott að viðkomandi gætu lagt inn sem allra fyrst, í síðasta lagi fyrir helgi.

Reikningsnúmer Danmerkursjóðs
567-14-400125
260469-5689